Francois d’Allaines Pouilly-Fuissé 2018

Pouilly-Fuissé er eitt syðsta svæði vínhéraðanna í Búrgund, rétt áður en komið er að borginni Macon. Þetta er hvítvínssvæði og eins og annars staðar í Búrgund er þetta heimavöllur Chardonnay-þrúgunnar. D’Allaines hefur framleitt vín frá 1996 og byggt upp góð sambönd við bændur á svæðinu sem hann kaupir þrúgur af. Þetta litla vínhús hefur byggt upp traust orðspor fyrir vönduð vín sem draga vel fram karaktereinkenni suðurhluta Búrgundarsvæðisins.

Liturinn tær og ljósgulur, nefið ferskt, mikill sítrus, sítrónubörkur og sætt greip, þroskuð epli, eikað, sæt vanilla og rist, þétt, feitt, ferskt og míneralískt. Frábært matarvín.

90%

4.595 krónur. Frábær kaup. Með humri, þorski eða skötusel.

  • 9
Deila.