Chateau Beau-Site er vínhús í þorpinu Saint-Estephe á vinstribakkanum í Médoc í Bordeaux, tiltölulega lítið á mælikvarða svæðisins með um 20 hektara af ekrum. Þetta er klassískt vín frá norðurhlutanum í Médoc, blandan Cabernet Sauvignon og Merlot með smá viðbót af Petit Verdot. Dökkrautt út í fjólublátt, angan af sólberjum, sedrusvið og tóbakslaufum, kryddað og jarðbundið með fágaðri uppbyggingu, flottur tannískur strúktúr og fersk sýra. Margslungið vín sem er í toppformi núna. Gefið þið tíma til að anda og berið fram í kringum 18 gráður með önd, hreindýri eða nautakjöti.
90%
4989 krónur. Frábær kaup.
-
9