Les Darons 2018

Jeff Carrel er frábært dæmi um nýja kynslóð franskra víngerðarmanna sem að nálgast víngerðina á frumlegan hátt. Hann er fæddur í París og eftir að hafa numið efnafræði í háskóla ákvað hann að söðla um, hélt til Suður-Frakklands og lærði vínfræði í Montpellier.  Eftir að hafa unnið með nokkrum þekktum vínhúsum hóf hann framleiðslu á vínum undir eigin nafni, aðallega í Languedoc-Roussillon, auk þess að starfa sem víngerðarráðgjafi víða um Frakkland, á Priorat á Spáni og víðar. Les Darons er gert úr þrúgum af gömlum vínvið af ekrum á nokkrum svæðum í Languedoc, s.s. La Clape, Agly og Minervois, blandan er Grenache, Carignan og smá Syrah. Þetta er  kröftugt og aðlaðandi vín, í nefinu kirsuber, rabarbari, plómur, nokkuð kryddað, negull og þurrkaðar kryddjurtrir, kröftug, en ekki of ágeng tannín í munni, djúpur og langur ávöxtur.

90%

2.994 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun. Vín fyrir lambakjöt.

  • 9
Deila.