Cune Crianza 2017

Crianza er yngsti flokkur Rioja-vína áður en kemur að Reserva og Gran Reserva, sem eru látin liggja lengur á tunnu og flösku. Þessi Crianza-árgangur frá Cune byggir fyrst og fremst á Tempranillo-þrúgunni og vínið var í ár á tunnu fyrir átöppun. Þetta er enn ungt vín og rauði ávöxturinn áberandi, í nefinu ríkjandi títuber og kirsuber, mild kryddangan. Það er ferskt og sýrumikið í munni, þarf smá tíma til að opna sig, gefið því 1-2 klukkustundir áður en hellt er í glösin og það mun sýna betur hvað í því býr.

80%

2.599 krónur. Frábær kaup. Vel gert, ungt rauðvín. Ágætt alhliða matarvín.

  • 8
Deila.