Montes Chardonnay Reserva 2019

Vínin frá Montes voru meðal þeirra fyrstu frá Chile sem náðu að stimpla sig inn alþjóðlega sem gæðavín og eru enn í dag í hópi hæst skrifuðu vína landsins. Chardonnay Reserva er bjart og suðrænt vín, ljósgult með sólríkum hitabeltisávexti og mildri eik í nefinu, þarna eru sítrónubörkur, ananas og apríkósur, mild vanilla, ferskt og þétt.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Yndislegt sumarvín, flott með grilluðum fiski.

  • 8
Deila.