Stemmari Rosé 2019

Heitið Stemmari vísar til skjaldarmerkis (stemma) sem hangir yfir inngangi vínhússins í átjándu aldar byggingu í Acate de Ragusa á Sikiley. Það hljómar hins vegar ágætlega líka á íslensku. Rósavínið er úr helstu rauðvínsþrúgu þeirra Sikileyinga sem heitir Nera d’Avola. Það er laxableikt, rauður jarðarberja og rifsberjaávöxtur, þurrt, örlítil beiskja í ávextinum. Ferskt og sýruríkt. Fínasta pallavín.

70%

1.999 krónur. Sumarleg og þægilegt rósavín. Ágætt með mat.

  • 7
Deila.