Clos de l’Oratoire Chateauneuf de Pape 2017

Art Deco-miðinn sem að prýðir flöskur Clos de l’Oratoire hefur verið óbreyttur í nær öld. Nafnið vísar til kapellunar (Oratoire) sem er við hlið vínekrunnar í Tresquoy sem þrúgurnar í vínið komu upphaflega frá. Þetta er eitt af hinum klassísku vínum Chateauneuf de Pape, blandan Grenache (80%), Syrah, Mourvédre og Cinsault, liturinn djúpur, dimmrauður út í fjólublátt. Heitur, þroskaður nær sultaður, kryddaður og dökkur berjaávöxtur, kirsuber og sólber, dökkt súkkulaði, múskat og kryddjurtir. Það er þykkt, tannískt, ferskt, kryddað með vott af myntu í lokin. Algjör dásemd, gefið því góðan tíma til að opna sig og umhellið gjarnan.

100%

6.699 krónur. Frábær kaup. Þetta er fínt með vel fitusprengdum og höngnum nautasteikum jafnt sem mildri villibráð.

  • 10
Deila.