Trapiche Oak Cask Malbec 2019

Trapiche er eitt af elstu og stærstu vínhúsum Argentínu og líkt og flest vínfyrirtæki landsins ræktar það vín sín á hásléttunni í Mendoza við rætur Andes-fjalla. Þetta er ekki stórt og flókið Malbec-vín, en það er vel gert, aðgengilegt og þokkafullt, litur dökkur, í nefinu plómur og bláberjasulta, smá súkkulaði þykkt og mjúkt, mild og sæt eik umlykur vínið, ferskt og nokkuð langt.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Vel gert og mikið vín fyrir þetta verð.

  • 8
Deila.