Vínin sem fá Gyllta glasið 2021

Niðurstöður smökkunar Vínþjónasamtakanna um Gyllta glasið 2021 liggja nú fyrir. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin sem send voru í smökkunina. Í þessum fyrri hluta smökkunarinnar voru vín frá Suðurhvelinu tekin fyrir ásamt vínum frá Norður Ameríku auk þess sem nú var sérstakur rósavínsflokkur, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, eina krafan var að vínin þurftu að vera árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðaði í smökkun á Grand Hótel í byrjun maí. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

5 hvítvín, 10 rauðvín og 2 rósavín hlutu Gyllta glasið 2021. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

v.nr átvr

07948 Villa Maria Private Bin Sauvignon Blanc 2020, 3.290 kr

06520 Montes Alpha Chardonnay 2019, 3.298 kr

07880 J.Lohr Riverstone Chardonnay 2019, 3.582 kr

12412 Château St. Michelle Riesling 2019, 2.990 kr

077946 Villa Maria Private Bin Riesling 2019, 2.690 kr

Rósavín:

23281 Tommasi Baciorosa Appassionato 2020, 3.199 kr

25547 Torre Mora Scalunera Etna Rosato 2019, 2,399 kr

Rauðvín:

12671 Trivento Golden Reserve Malbec 2019, 3,099 kr

08023 J.Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 2018, 3.780 kr

10914 Emiliana Coyam 2018, 3.899 kr

21125 Montes Twins 2019, 2.499 kr

02497 Trapiche Gran Medalla Malbec 2017, 3.999 kr

05087 Catena Malbec 2018, 3.390 kr

06488 Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 2019, 2,499 kr

23865 Trapiche Perfiles Textura Finca Malbec 2018, 2.999 kr

25196 1000 Stories Cabernet Sauvignon 2018, 3.799 kr

11094 Beringer Founders Est Cabernet Sauvignon 2018, 2.999 kr

Deila.