Montes Outer Limits Syrah

Outer Limits mætti þýða sem „við ystu mörk“ og vísar til þess að þrúgurnar eru ræktaðar á ekrum á jaðarsvæðum vínræktarinnar í Chile. Við fjölluðum nýlega um Cinsault-vínið og hér er komið systurvínið úr Syrah-þrúgum, ræktuðum í Zapallar. Það er bær rétt norður af Valparaiso og vínekrurnar þar eitt af undirsvæðum Aconcagua, rétt eins og t.d. Leyda. Þarna koma kælandi áhrif Kyrrahafsins greinilega fram sem tryggir lengri ræktunartíma á þrúgunum og ferskari vín en á heitari svæðum. Þetta er elgant og flott vín, svarlátt á lit, berin í nefi rauð, kirsuber, þroskuð rifsber, míneralískt og kryddað, þurrt og þétt, svolítið piprað í lokin. Umhellið. Ekki hika við að geyma í 1-2 ár.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Með nauti og lambi.

  • 9
Deila.