La Spinetta Barbaresco Bordini 2018

Barbaresco er „hitt“ stóra nafnið í Langhe í Piedmont ásamt Barolo og þrúgan er sú sama eða Nebbiolo. Þekktasti vínmaður þessa litla þorps er auðvitað sjálfur Gaja en af yngri kynslóð víngerðarmanna er Giorgio Rivetti eigandi La Spinetta með þeim allra áhrifamestu og talinn vera einn besti víngerðarmaður Piedmont í dag. Þetta er einnar ekru vín af ekrunni Bordini, gífurlega elegant og flott. Liturinn er léttur og ljósrauður, í nefinu þurrkuð rauð ber, rósir og vottir af menthol, vínið er afskaplega þétt, þurrt og tannískt, ávöxturinn fókuseraður, springur út þegar því er gefinn tími til að opna sig. Þetta vín er langhlaupari.

100%

6.431 króna. Frábær kaup. Með Osso Buco eða pasta með kjöt- og tómatasósu (ragú) s.s. bolognese.

  • 10
Deila.