Alpberg Müller-Thurgau 2018

Höskuldur Hauksson er einn af fáum Íslendingum (ef ekki sá eini) sem að hefur vínframleiðslu að atvinnu en vínhúsið hans heitir Hauksson og er í Sviss. Við ræddum á sínum tíma við Höskuld um víngerðina og hvernig þetta ævintýri byrjaði og má lesa það samtal hér.

Þetta hvítvín er gert úr þrúgunni Müller-Thurgau, sem á síðari hluta síðustu aldar var einhver mest ræktaða þrúga Þýskalands. Hún kemur hins vegar upphaflega frá Sviss og er blendingur úr Riesling og þrúgu að nafni Madeleine Royale. Hún er einnig þekkt undir heitinu Rivaner í Lúxemborg.

Vínið hefur nokkuð djúpan gullin lit, í nefi þurrt og kryddað, þurrkað hey, apríkósur og ferskjur, þurrt í munni, kryddað með snert af seltu.

80%

3.392 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.