Charles Mignon Grand Cru Cuvé Comte de Marne Brut

Champagne Charles Mignon er lítið vínhús á mælikvarða héraðsins Champagne þar sem vínkjallarar stærstu húsanna teygja sig eftir marga kílómetra löngum göngum undir borgunum Reims og Epernay. Það er rekið af þem Laurence og Bruno Mignon ásamt börnum þeirra þeim Guillaume og Manon. Fjölskyldan á nokkrar ekrur, m.a. á grand cru svæðinu við Chouilly og kaupir auk þess þrúgur af ræktendum á premier og grand cru svæðum. Víngerðarhúsið er nýlegt og nútímalegt og stíllinn fágaður.Cuvée Comte de Marne er eitt af toppvínum hússins, blanda af Pinot Noir og Chardonnay af Grand Cru-ekrum. Liturinn gullinn og sýnir smá þroska, nefið er margslungið með þurrkuðum ferskjum, ristuðum hnetum og smá brioche, stíllinn stílhreinn, freyðingin mild og kremuð með langri og flottri endingu.

90%

6.990 krónur. Frábær kaup. Einstaklega fágað kampavín.

  • 9
Deila.