Vinyes Ocults Extra Brut

Vinyes Ocults er lítið v´´ínhús í jaðri Uco-dalsins í Mendoza þar sem víngerðarmaðurinn Tomas Stahringer hefur stundað lífeflda ræktun í rúman áratug. Þetta er með hæstu svæðum Mendoza, nær þúsund metrum yfir sjávarmáli og hitasveiflurnar innan sólarhringsins miklar.

Aðaláhersla hússins er auðvitað á rauð og höfug Malbec-vín en það framleiðir einnig freyðiv´´ín eins og þetta Extra Brut úr Pinot Noir. Fagurbleikt með sætum rauðum berjum, jarðarberjum og hindberjum, blómaangan, þykkt og ávaxtaríkt í munni, mild og þægileg freyðing.

80%

2.990 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.