San Marzano Edda 2020

Á mállýsku Salento-svæðisins í Púglíu vísar Edda til þess að eitthvað sé kvenkyns eða kvenlegt og vísar heiti þessa víns til þess hversu fágað og fínlegt það er. Það er fyrst og fremst Chardonnay sem er notað í þetta hvítvín auk þess sem lítið brot af blöndunni eru staðbundnar hvítar Púglía-þrúgur, Moscatello og Fiano. Í vi´ngerðinni er það látið liggja „sur lie“ í nokkra mánuði á franskri eik sem hefur töluverðan áhrif á stílinn, liturinn er fagurgulur og í nefinu má merkja þurra vanillu og milda gertóna í bland við þurrkaðan ávöxt, apríkósur, greipbörkur og þurrkuð blóm. Þurrt, þykkt og míneralískt.

90%

3.590 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum fiski, með hvítu kjöti.

  • 9
Deila.