1884 President’s Blend 2020

President’s Blend er hörkufínn Malbec (í blöndunni er líka samtals 15% af Cabernet Sauvignon og Syrah) frá Bodegas Escorihuela sem er með elstu vínhúsum Mendoza og jafnframt með fyrstu vínhúsunumí Argentínu til þess að leggja áherslu á Malbec. Þrúgurnar koma af ekrum í Uco og Tupungato og President’s Blend-vínið liggur rúmt ár á nýjum eikartunnum, bæði úr amerískri og franskri eik. Það hefur djúpan og svarbláan lit, þroskaðar plómur í nefinu ásamt bláberjum, töluvert kryddað, svolítið miðjarðarhafsleg garrigue-angan, dökkt súkkulaði og áberandi eik. Vínið er ungt, það má vel geyma það í 5-10 ár en tannínin eru sæt og mjúk og vínið er vel aðgengilegt nú þegar. Þetta er vín fyrir flottar nautasteikur.

100%

6.562 krónur. Frábær kaup. Stórt og mikið steikarvín.

  • 10
Deila.