Keppninni um Gyllta Glasið 2022 sem að venju var haldin undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands er nýlokið. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum seinni parti voru vín frá norður við miðbaug tekinn fyrir.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 6.október sl.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá völdu fagfólki.
5 hvítvín og 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2022. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Hvítvín:
Baron de Ley ,,Tres Vinas“ Blanco Reserva 2019, 3.199 kr
Dr Loosen Erdener Treppchen Riesling Kabinett 2021, 2.899 kr
Gerard Bertrand An 1130 Cite de Carcassonne Chardonnay 2021. 2.499 kr
Louis Latour Bourgogne Chardonnay 2021. 3.199 kr
J. Drouhin Laforet Chardonnay 2019. 3.390 kr
Rauðvín:
Gérard Bertrand An 560 Tautavel 2020, 2.999 kr
Mommessin Beaujolais-Villages 2021, 3.199 kr
Tommasi Ripasso 2019, 3.499 kr
Baron de Ley Finca Monasterio 2019. 3.999 kr
Marques de Riscal Reserva 2018. 3.990 kr
Cune Gran Reserva 2016. 3.799 kr
Zenato Alanera 2018. 2.490 kr
Villa Wolf Pinot Noir 2020. 2.799 kr
Francois Martenot Pinot Noir 2021. 3.299 kr
Ogier Saint Joseph 2018. 3.999 kr