Heras Cordon-fjölskyldan hefur stundað víngerð í Rioja frá því á nítjándu öld en fyrstu áratugina var eingöngu um að ræða framleiðslu fyrir nærmarkaðinn og það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem að fjölskyldan fór að færa út kvíarnar, nota franskar eikartunnur og hefja framleiðslu á fyrst Crianza og síðar Reserva-vínum. Á síðasta áratug aldarinnar var fest kaup á ekum við bæinn Fuenmayor og ný víngerð reist.
Vínin frá Heras Cordon eru þekkt fyrir að halda fast í hefðir Rioja og eitt af þekktari vínunum er Vendimia Seleccionada. 2019 árgangurinn var ljómandi góður í Rioja og þetta vín er enn mjög ungt og sprækt. Liturinn er nokkuð dimrauður og í nefinu eru það sólþroskuð dökk ber sem taka á móti, kirsuber og sultuð bláber, en einnig kryddaðir tónar úr amerískri eikinni, kakóbaunir, kókos og vanilla. Í munni er vínið mjög ferskt, þykk með þéttum, kröftugum tannínum. Nokkuð langt, steinefnakennt í lokin.
2.999 krónur sem er hörkugott verð fyrir þetta vín. Hið prýðilegasta vín með nautasteikinni.
-
9