Marani Tsinandali 2020

Georgía hefur verið að komast á kortið á íslenska vínmarkaðnum með fjölda áhugaverðra vína sem hingað hafa verið að berast. Tsinandali er hvítvín frá vínhúsinu Marani. Vínið er gert úr Rkatsileli þrúgum ræktuðum´i Telavi héraðinu norðaustur af Tbilisi. Georgía er auðvitað þekktust fyrir kerjavínin en þetta er „hefðbundið“ vín í þurrum stíl þar sem gerjun er í stáltönkum og vínið er látið liggja á eikartunnum. Það er ljósgult á lit, í nefinu sítrusbörkur og hvít blóm, þurrkað hey, ristaðar hnetur. og ristað brauð Þurrt, nokkuð þykkt með mildri beiskju og sýru.

70%

3.170 krónur. Góð kaup.

  • 7
Deila.