
Cono Sur er vínhús í Chile sem hefur lagt áherslu á sjálfbærni og lífræna ræktun frá því að það var stofnað árið 1993. Þetta er vín úr „organic“ línunni, framleitt úr þrúgum ræktuðum í San Antonio, Colchagua og Bio-Bio, allt ekrur nálægt Kyrrhafinu þar sem kalt loft flæðir inn í land á nóttunni og dregur oft með sér svala morgunþoku sem hjálpar vínviðnum að hvíla sig eftir sólríka daga. Þrátt fyrir að þetta Chardonnay sé í ódýrari kantinum er það hið prýðilegasta vín, bjartur og sætur hitabeltisávöxtur, sítrus og ananas, mjúkt og ágætlega ferskt.
81%
2.599 krónur. Mjög góð kaup. Fær viðbótar hálfa stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.
-
8