Vínhéraðið Franken er við ána Main, þar sem hún rennur inn í Bæjaraland. Eitt helsta sérkenni vínanna eru hinar einstöku flöskur eða Bocksbeutel, sem munkar hófu að nota á miðöldum. Segir sagan að þetta flöskulag hafi verið valið þar sem það hentaði betur í pokann hjá þeim. Hægt er að kynna sér Franken betur í þessari grein hér sem við tókum saman á sínum tíma eftir heimsókn þangað.
Bűrgerspital eða Borgarspítalinn er vínhús með 700 ára sögu og 120 hektara af vínekrum, þar á meðal á nokkrum af þekktustu svæðum Franken. Þetta er svokallað „Gutswein“ sem er grunnflokkurinn í þeirri flokkun sem að Burgerspital notar. Léttur og skemmtilegur Riesling, appelsínubörkur, sítróna og kryddjurtir í nefinu, í munni fersk sýra sem fléttast saman við milda sætu í ávextinum, Létt, aðgengilegt og þægilegt.
2.889 krónur. Mjög góð kaup. Fínn fordrykkur eða með t.d. graflax eða bleikju.
-
8