Douro-dalurinn er kenndur við ána Douro sem rennur frá upptölum sínum á spænsku hásléttunni (þar sem hún heitir Duero) vestur í gegnum Portugál þar sem hún fer í sjó skammt frá Porto. Við ána er mikil vínrækt, bæði Spánar og Portúgalsmegin, en í Portúgal er Douro-dalurinn auðvitað þekktastur fyrir Port-vínin. Á síðari árum hafa þrúgur Douro líka í auknum mæli verið nýttar til framleiðslu á hefðbundnum rauðvínum og hvítvínum og oft eru þetta með betri vínum landsins. Planalto er með þekktari hvítvínum svæðisins, framleitt af Casa Ferreririnha. Það er fölgult grösugt, sítróna og græn epli. Þurrt og nokkuð míneralískt. Prýðilegasta matarvín.
2.499 krónur. Góð kaup. Fínt matarvín, mjög góð gæði fyrir verð. Reynið með rækjukokteil eða grafinni bleikju.
-
8