Þetta ferska hvítvín frá framleiðandanum Tommasi er frá Veneto á Norður-Ítalíu, blanda úr þrúgunum Garganega (84%) og Chardonnay (16%).
Í nefinu eru það perur, perubrjóstsykur og gular melónur sem eru hvað mest einkennandi, ásamt votti af sítrónuberki og ferskjum. Þægilega ferskt í munni með sætum, ljúfum ávexti sem verður hins vegar aldrei væminn.
Fínn fordrykkur eða t.d. með skelfisk, s.s. spaghetti með krækling eða indónesískum chili-rækjum.
1.799 krónur