Það er hægt að gera ýmsilegt við andarbringur. Þær eru tilvaldar á grillið, það eina sem þarf að varast er að fitan sem lekur úr húðinni kveiki ekki í öllu saman. Hér er grillútgáfa af hinni klassísku frönsku appelsínuönd.
Önd í appelsínusósu eða Canard á l’Orange er einhver besta og þekktasta uppskrift franska eldhússins. Það er hægt að fara margar leiðir, mismunandi flóknar, þegar appelsínuöndin er annars vegar. Hér er ein gömul og klassísk uppskrift.