Graslaukurinn er farinn að teygja sig það langt upp úr jörðinni að það má fara að klippa hann og nota í matargerðina. Það er til dæmis hægt að nota graslauk í gott kartöflusalat með grillmatnum.
Þetta kartöflusalat er í anda suðvesturríkja Bandaríkjanna þar sem oft gætir áhrifa frá Mexíkó. Enda er í salatinu að finna lime, kóríander og chili, allt grunnhráefni í mexíkóska eldhúsinu.