Sætkartöflusalat með chili og lime

Sætar kartöflur verða svo sannarlega sætar og ljúfar þegar að þær eru eldaðar. Kóríander, lime og chili falla vel að bragði þeirra og þetta salat er frábært meðlæti með margvíslegu kjöti, t.d. grilluðu.

  • 2 stórar sætar kartöflur
  • 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1/2 saxaður rauðlaukur
  • 1 límóna (safinn kreistur)
  • 1 tsk cumin
  • 1/4 tsk chili flögur
  • 1 lúka saxaður ferskur kóríander
  • olífuolía
  • salt og svartur pipar

Hitið ofninn í 200 gráður. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í bita. Setjið í eldfast mót og blandið smá ólífuolíu, salti og pipar saman við. Eldið í um 30 mínútur eða þar til að þær eru mjúkar að innan og stökkar að utan.

Á meðan kartöflurnar eru inn í ofninum blandið þið saman límónusafanu,  hvítlauknum, rauðlauknum,  cumin,  chileflögum og kóriander í skál. Takið kartöflurnar úr ofninum og leyfið að kólna í smá stund áður en þær eru settar út í blönduna.

Deila.