Leitarorð: ostur

Uppskriftir

Ferskosturinn Ricotta er mikið notaður í ítalskri matargerð og getur skotið upp kollinum í jafnt forréttum, aðalréttum sem eftirréttum. Það er ekki hægt að ganga að Ricotta vísum í íslenskum verslunum en það kemur ekki að sök. Það er lítið mál að gera heimalagaðan Ricotta.

Sælkerinn

Hinn eini sanni Parmesan-ostur á lítið sameiginlegt með þeirri óspennandi iðnaðarvöru sem seld er í duftformi í staukum og dollum í kæliborðum verslana. Parmigiano er framleiddur í stórum hleifum er vega tugi kílóa þótt yfirleitt sé hann seldur niðurskorinn í smærri sneiðar, neytendum til hægðarauka. Parmigiano kostar sitt en hann er þess virði enda getur hann einn og óstuddur lyft máltíð upp á annað og hærra plan.