Oregon

Oregon gæti ekki ver­ið frá­brugðn­ara Kali­forn­íu. Fá­mennt ríki og dreif­býlt þar sem land­bún­að­ur og skóg­ar­högg eru burð­ar­stoð­ir at­vinnu­lífs­ins. Líf­ið er ró­legt og fá­brot­ið og hippa­menn­ing­in er þar enn í fullu gildi, stjórn­mál­in mýkri en geng­ur og ger­ist í Banda­ríkj­un­um og vel­ferð­ar­kerf­ið með því full­komn­ara, sem finna má í Banda­ríkj­un­um. Stund­um hef­ur mað­ur á til­finn­ing­unni að ann­ar hver íbúi rík­is­ins hafi at­vinnu af því að fram­leiða líf­ræna sultu eða aðra holl­ustu.

Í hin­um fögru og fá­förnu sveit­um Oregon er  að finna vín­rækt, sem sker sig veru­lega úr því sem ann­ars stað­ar má finna í Banda­ríkj­un­um. Hér dafn­ar Pinot No­ir, rauða Búrg­und­ar­þrúg­an, bet­ur en nokk­urs stað­ar ann­ars stað­ar ut­an heima­hag­anna, og einnig virð­ist hin hvíta Pinot Gr­is njóta sín af­ar vel í Oregon. Fram­leiðsl­an er hins veg­ar ekki mik­il og fram­leið­end­ur fá­ir. Það fer lít­ið fyr­ir sjálfri vín­rækt­inni og stund­um þarf mað­ur að klóra sér í koll­in­um og spyrja hvort  mað­ur sé í raun stadd­ur á vín­rækt­ar­svæði. Vín­fyr­ir­tæk­in í Oregon losa rétt hund­raðið og því er kannski eng­in furða að stund­um skuli vera langt á milli þeirra. Af því leiðir að Oregon-vín­in eru frem­ur vand­fund­in. Þau bestu eru þrátt fyr­ir það eft­ir­sótt og verð­ið er oft­ar en ekki frem­ur hátt.

Þekktasta vín­rækt­ar­svæði Oregon er Will­a­m­ette Valley, er hefst við norð­ur­landa­mæri rík­is­ins og fylg­ir ánni Willa­mette Ri­ver tæp­lega tvö hund­ruð kíló­metra leið nið­ur að borg­inni Eu­g­ene. Suð­ur af Eu­gene er svo að finna tvö ­smærri svæði, Umpuqua Valley og Rogue Valley. Will­am­­ette er svalasta og rakasta svæð­ið af þess­um þrem­ur en fjall­garð­ur skýl­ir þó daln­um fyr­ir harka­leg­ustu óveðr­un­um frá Kyrra­haf­inu. Það er einmitt þetta að mörgu leyti erf­iða veð­ur­far, ekki ósvip­að­ því sem sem er í Elsass, Búrg­und og jafn­vel á sum­um vín­rækt­ar­svæð­um Þýska­lands, sem gerir Willa­mette jafn­kjör­ið rækt­un­ar­svæði fyr­ir Pinot No­ir og raun ber vitni. Pinot No­ir er duttl­unga­full þrúga og mönn­um hef­ur geng­ið illa að rækta hana ut­an Búrg­und­ar­hér­aðs, ekki síst á heit­ari svæð­um með lengri rækt­un­ar­tíma. Flest­ar vín­ekr­ur Willa­mette er að finna í suð­ur- og suð­vest­ur­hlíð­um þeirra fjöl­mörgu hæða, sem setja sterk­an svip á lands­lag­ið og með­al þekkt­ustu und­ir­svæð­anna má nefna Yam­hill County og Was­hington County.

Marg­ir fram­leið­end­ur hafa náð ein­stök­um ár­angri með Pinot No­ir og má nefna Ponzi og Sokol Bloss­er sem dæmi. Þeg­ar franska út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið Gault-Millau stillti nokkrum af bestu vín­um Frakk­lands upp gegn vín­um ann­arra ríkja um all­an heim gerð­ist hið ótrú­lega. Oregon-vín­in völt­uðu yf­ir mörg af þekkt­ustu nöfn­um Búrg­und­ar­hér­aðs­ins. Vakti þetta furðu eins virtasta fram­leið­anda Búrg­und­ar, Jos­eph Drou­hin, og ákvað hann að end­ur­taka smökk­un­ina með sömu vín­um en öðr­um dóm­ur­um. Út­kom­an var svip­uð og náði Cham­bolle-Mu­s­igny 1959 frá Drou­hin sjálf­um rétt að merja ­fyrsta sæt­ið í harðri sam­keppni við vín frá Eyrie Vin­ey­ards.

Nokkrum ár­um síð­ar fjár­festi Drou­hin-fjöl­skyld­an í stórri vín­gerð í Oregon og sér dótt­ir Ro­berts, Ver­on­ique Drou­hin, um að tryggja gæði Pinot No­ir og Chardonnay-vín­anna frá Dom­aine Drou­hin. Þetta þóttu mik­il tíð­indi í Oregon á sín­um tíma og varð til­efni sér­stakr­ar yf­ir­lýs­ing­ar af hálfu rík­is­stjóra Oregon. Voru íbú­ar rík­is­ins á einu máli um að þessi trausts­yf­ir­lýs­ing Drou­hin-fjöl­skyld­unn­ar kæmi Oregon end­an­lega á kort­ið. 

 

Deila.