Khigali

Khigali eru hveiikoddar fylltir með kjöti og er þetta einn af þekktari réttum Georgíu. Það er nokkuð maus að gera Khigali en fyrirhöfnin er vel þess virði.

Deigið

 • 4 bollar hveiti
 • 1 1/4 bolli volgt vatb
 • 1 tsk salt

Fyllingin

 • 250 g nautahakk
 • 250 g svínahakk
 • 3 laukar
 • 1/2 bolli vatn
 • 1 lúka ferskt kóríander, fínsaxað
 • 1 tsk kóríanderkrydd
 • 1/2 tsk kúmen
 • klípa af Cayennepipar
 • salt og pipar

Blandið saman hveiti, vatni og salti. Hrærið deigið vel. Hnoðið í fimm mínútur og látið standa í hálftíma að minnsta kosti.

Á meðan er fyllingin gerð. Rífið niður laukana. Blandið saman við kjötið og kryddin með höndunum og bleytið upp í með volgu vatni. Mótið 20-25 kjötbollur.

Fletjið deigið út eins þunnt og þið getið en passið að ekki komi á það nein göt. Skerið út deigið í hringi í kringum lítinn kökudisk og setjið kjötbollu á hvern hring. Uppskriftin gerir 20-25 kodda.

Lokið deiginu í kringum kjötbolluna og snúið varlega upp á endann. Þrýstið vel á endann til að loka koddanum alveg. Og svo koll af kolli þar til allir koddarnir eru tilbúnir.

Sjóðið vatn í stórum potti. Setjið koddana í sjóðandi vatnið og sjóðið í tæpar tíu mínútur.

Takið koddanna upp úr vatninu.

Khigali eru borðaðir með þeim hætti að maður heldur í endann sem snúið var upp á, bítur í koddann og sýgur í sig safann og borðar kjötbollinu. Deiginu er síðan hent. Það er kjötbollann innan í sem er málið.

 

Deila.