Tíu sumarleg salöt

Það á fátt betur við á fallegum sumardegi en ferskt og gott salat og þetta er líka sá árstími þar sem mesta úrvalið er af góðu grænmeti. Hér eru hugmyndir að tíu frábærum salötum sem henta vel hvort sem er sem meðlæti, forréttur eða aðalréttur.

Byrjum á fjórum salötum þar sem ostur kemur við sögu. Eitt af hinu sígildu salötum Miðjarðarhafssvæðisins er Grískt salat þar sem ólívur og fetaostur eru í lykilhlutverki. Ítalir eru mikið fyrir einföld og góð salöt og eitt hið einfaldasta, en jafnframt hið besta er Caprese eða salat úr tómötum og mozzarellaosti með ferskum basillaufum. Frakkar nota hins vegar oft geitaost í salöt og er Salat með heitum geitaosti dæmi um hvernig slíkt salat er gjarnan sett saman. Fjórði osturinn sem gott er að nota í salöt er svo Parmesan eins og til dæmis í Salati með graskersfræjum, Parmesan og kóríander.

Annað salat sem alltaf nýtur mikilla vinsælda og hægt er að setja saman á ólíka vegu er Caesar salat sem er ekki kennt við Júíus Caesar eins og margir halda. Tómatar eru einhver besta uppistaða í salat sem hægt er að finna og Suður-ítalskt tómatasalat er stórkostlegt salat. Það er líka hægt að bæta við t.d. CousCous eða Búlgur í salatið eins og í Sumarlega búlgursalatinu eða maís ein og í þessu salati hér.

Ef þið viljið salatið svolítið stökkt undir tönn er gott að nota kál, hvort sem er hvítkál eða rauðkál. Hér eru tvær útgáfur af ferskum og fínum kálsalötum, annars vegar Klassískt kálsalat og hins vegar Kálsalat með kóríander.

Deila.