Grísahnakki BBQ með kínversku lagi

Grísahnakki er kjöt sem fer mjög vel á að grilla og tekur vel við margvíslegu kryddi og marineringu. Hér er uppskrift að BBQ-marineringu og sósu með kínversku yfirbragði sem slær alltaf í gegn. Það er síðan frábært að hafa steikt hrisgrjón með.

Marineringin

  • 2 msk matarolía
  • 1 msk sesamolía
  • 3 msk sojaolía
  • 3 msk púðursykur
  • 1 tsk Five Spice
  • 1 tsk paprika
  • 1/2 tsk hvítur pipar
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 msk Hoi Sin sósa
  • 2 msk Heinz Chili Sauce

Blandið öllu saman. Takið um helming af blöndunni frá og geymið til að nota sem sósu. Veltið kjötinu upp úr hinum helmingnum og látið liggja í leginum í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Gjarnan lengur, jafnvel yfir nótt.

Hitið grillið vel. Setjið steikurnar á grillið og grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Slökkvið á hitanum undir steikunum og eldið áfram á óbeinum hita í nokkrar mínútur í viðbót.

Veltið upp úr sósu, skerið niður og berið fram með steiktum hrísgrjónum. Hér eru tvær uppskriftir að steiktum grjónum:

Steikt hrísgrjón að hætti Szechuan-héraðsins. Bragðmikil og sterk.

Hefðbundin steikt kínversk grjón

Deila.