Leitarorð: ferðalög

Sælkerinn

London er ein af fáum borgum heims sem raunverulega stendur undir því að vera „heimsborg“. Ekki nóg með að enn eymi eftir af áhrifum breska heimsveldisins heldur er borgin ein helsta fjármálamiðstöð veraldar og þar að auki einhver vinsælasta ferðamannaborg heims.

Sælkerinn

Boston á austurströnd Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum orðið æ vinsælli á meðal íslenskra ferðamanna.

Sælkerinn

Marga af besu tapasbörum Madrid er að finna við götuna Cava Baja í hverfinu La Latina, suður af torginu Plaza Mayor. Yfir daginn fer lítið fyrir götunni en þegar fer að líða á kvöldið vaknar Cava Baja til lífsins og iðar af lífi. Staðirnir eru fjölbreyttir og ólíkir.

Sælkerinn

Matarmenning Dana hefur löngum verið okkur Íslendingum hugleikin og Danmörk hefur vissulega upp á margt að bjóða. Ekki bara alla veitingastaðina í Kaupmannahöfn heldur ekki síður sveitakrárnar sem margar hverjar bjóða gestum sínum upp á einstaka upplifun.

Sælkerinn

Svæðið í kringum borgina Verona í Veneto á Norður-Ítalíu er ekki bara þekkt fyrir vín sín á borð við Valpolicella, Amarone og Soave. Þetta er líka eins og öll svæði Ítalíu mikið matarsvæði og hér eru réttir á borð við risotto, polenta og gnocchi á sannkölluðum heimavelli.

Sælkerinn

Það er hægt að fá tapas í öllum bæjum og borgum Spánar, flestir barir bjóða upp á einhvers konar smárétti við barborðið. Á fáum stöðum er hins vegar hægt að njóta spænsku tapasmenningarinnar með jafnmögnuðum hætti og í borginni Logrono í Rioja-héraði.

Sælkerinn

Þegar tilkynnt var um það í lok janúar hvaða veitingastaðir í London hefðu hlotið hina eftirsóttu stjörnu Michelin þetta árið kom í ljós að einn sex nýrra stjörnustaða var Texture, veitingastaður Agnars Sverrissonar. Hann varð þar með fyrsti íslenski matreiðslumaðurinn til að ná þessum eftirsótta áfanga.