Appelsínuönd
Önd í appelsínusósu eða Canard á l’Orange er einhver besta og þekktasta uppskrift franska eldhússins. Það er hægt að fara margar leiðir, mismunandi flóknar, þegar appelsínuöndin er annars vegar. Hér er ein gömul og klassísk uppskrift.
Önd í appelsínusósu eða Canard á l’Orange er einhver besta og þekktasta uppskrift franska eldhússins. Það er hægt að fara margar leiðir, mismunandi flóknar, þegar appelsínuöndin er annars vegar. Hér er ein gömul og klassísk uppskrift.
Rösti-kartöflur eru mjög algengar á diskum ekki síst germanskra þjóða og Svisslendingar líta á þær sem einn af sínum þjóðarréttum. Það er einfalt að gera Rösti-kartöflur en menn verða þó að taka tillit til helsta álitaefnisins. Á að sjóða kartöflurnar fyrst eða ekki?
Risotto Milanese er ein af sígildu risotto-uppskriftun og varla mikið leyndármál að hún er frá Milanó. Ólíkt flestum öðrum risotto-réttum er Milanese hins vegar ekki hugsaður sem primi eða forréttur. Algengast er að bera fram Risotto Milanese með réttum á borð við Osso Bucco.
Osso Bucco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Bucco-sneiðaranr yfirleitt úr nautakjöti og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt.
Það slær fátt við stórri nautasteik úr góðum vöðva eldaðri í heilu lagi í ofni á mjög lágum hita. Jónas Þór heitinn í Gallerý kjöt kom mér á bragðið á slíkum steikum á sínum tíma og hef ég ætíð verið honum þakklátur síðan.
Hér kemur enn ein sígild, ítölsk pastauppskrift. Sá ítalski veitingastaður er líklega vart til sem hefur ekki einhvern tímann verið með Spaghetti Carbonara í einhverri útfærslu á matseðli sínum. Þessi þykka pastasósa úr eggjum og osti ásamt beikoni er enda alveg hreint unaðsleg.
Þessi eftirréttur hefur notið mikilla vinsælda á matseðlum íslenskra veitingahúsa síðustu árin. Hann er raunar víða vinsæll, það er varla til sá litli franski veitingastaður sem ekki er með Crème Brûlée á matseðlinum eða sá spænski sem ekki býður gestum sínum upp á Crema Catalana, sem er nánast nákvæmlega sami rétturinn.
Kálfakjöt er því miður allt of lítið notað af okkur Íslendingum. Það sama verður hins vegar ekki sagt um þjóðir á borð við Frakka, Þjóðverja, Austurríkismenn og Ítali sem vita fátt betra en kálfakjöt.
Það þarf ekki mikið umstang til að breyta kartöflumúsinni í eitthvert besta meðlæti sem hægt er að fá með góðu kjöti. Það jafnast til dæmis fátt á við flotta primerib- eða ribeye-nautasteik með þykkri og mjúkri kartöflumús. Það er síðan hægt að bragðbæta hana með annaðhvort steinselju eða hvítlauksmauki.
Það eru til óteljandi uppskriftir að ís og við erum búin að reyna þær margar. Þessi uppskrift að vanilluís stendur hins vegar algjörlega uppúr.