Leitarorð: pasta

Uppskriftir

Sólþurrkaðir tómatar, ítölsk skinka og fullt af kryddjurtum eru það sem ráða ferðinni í þessari pastasósu sem er góð ein og sér með pasta en smellpasssar einnig með svínalundum.

Uppskriftir

Risarækjur eru skemmtilegt hráefni sem er mjög algengt í asískri matargerð jafnt sem þeirri frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Þetta er sjávarfang hitabeltisins og við verðum því að nota innfluttar rækjur en þær er hægt að kaupa frosnar í flestum stórmörkuðum.

Uppskriftir

Hugmyndin að þessari uppskrift er komin frá norðurhluta Kaliforníu, nánar tiltekið er innblásturinn sóttur til Alice Waters sem jagði grunn að Kaliforníumatreiðslunni með stað sínum Chez Panisse  í Berkeley.

Uppskriftir

Strandlengja Ítalíu er löng og rétt eins og annars staðar við Miðjarðarhafið er þar borðað mikið af sjávarfangi. Þessi pasta-uppskrift frá Suður-Ítalíu byggir að hluta til á klassískum hráefnum á borð við tómata og steinselju en fennelfræin og klettasalatið ljá þessu svolítði öðruvísi blæ.

Uppskriftir

Einfaldleikinn er oft bestur, ekki síst þegar um ítalskar uppskriftir er að ræða. Í upprunalegu uppskriftinni er gert ráð fyrir pancetta, sem er svínasíða, ekki ósvipuð beikoni. Best er að nota eins þykkt beikon og þið finnið.

Uppskriftir

Ragú er það orð sem Ítalir nota yfir kjötsósu með pasta og sú þekktasta þeirra er sú sem við köllum bolognese. Þetta afbrigði af ragú kemur frá Sikiley og gefa grænar baunir henni aukið brag

Uppskriftir

Þetta er rammítölsk sveitauppskrift þar sem flysjaðar paprikurnar gefa bragð og sætu. Í hinni upprunalegu ítölsku uppskrift er gert ráð fyrir alvöru Pancetta-beikoni, sem því miður er ekki fáanlegt hér. Best er að nota þykkasta og mildasta beikonið sem þið finnið.

Uppskriftir

Dijon-sinnepið franskra er til margar hluta nytsamlegt og það er til dæmis hægur leikur að búa til ljúffenga og góða pastasósu með því. Hér í þessari uppskrift eru notaðar kálfasteikur en kálfakjötið hentar einkar vel með Dijon-sinnepi. Það má hins vegar einnig skipta kálfasteikunum út fyrir grísakótilettur á beini.

Uppskriftir

Gríska matargerðin er dæmigerð Miðjarðarhafsmatargerð hvað hráefni varðar. Það leynir sér hins vegar ekki í mörgum uppskriftum að Grikkland er í austurhluta Miðjarðarhafsins. Í Kapama-kjúkling eða „Kota Kapama“ koma til dæmis krydd og brögð við sögu sem minna á Austurlönd nær.

1 7 8 9 10 11