Kjúklingur í myntu- og kókosmaríneringu með couscous

Þetta er er frábær grillréttur upphaflega ættaður frá Bandaríkjunum. Meðlætið skiptir lykil máli því saman myndar rétturinn stórkostlega heild.

Í réttinn þarf:

  • Kjúklingur, bútaður niður
  • Einn laukur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • Límóna
  • Ein dós kókosmjólk
  • Mynta, búnt
  • Steinselja, stórt búnt
  • Salt og pipar

Maukið laukin, hvítlaukin og stönglana af myntunni saman ásamt kókosmjólkinni og safanum úr hálfri límónu. Saltið og piprið.

Notið helminginn af þessari blöndu sem maríneringu fyrir kjúklinginn og geymið hinn helminginn til að nota sem sósu. Kjúklingurinn þarf lágmark hálftíma í leginum.

Grillið kjúklinginn og penslið einu sinni eða tvisvar með maríneringunni. Berið fram með tabbouleh couscous (þar notar maður blöðin af myntustönglunum) og estragongúrkum.

Vínið með: Shiraz eða Syrah úr Nýja heiminum. Ég mæli með Peter Lehman Barossa Shiraz.

 

Deila.