Chateau St. Michelle Riesling 2006

Sumarið er komið þegar maður hellir St. Michelle Riesling 2006 í glasið. Loftslagið í Washington-ríki er heitara en á heimaslóðum Riesling í Þýskalandi og vínið ber þess merki. Ferskjur, þurrkaðar apríkósur og sæt sítróna mynda umgjörðina, fyllingin er þykk en vínið heldur samt góðum ferskleika í gegnum ávaxtasætuna og greina má dæmigerð steinefnaeinkenni þrúgunnar. 2.145 krónur. 89/100

Deila.