La Vieille Ferme 2007

Þetta er unaðslegt rauðvín frá Perrin-fjölskyldunni í Suður-Frakklandi, sem gefur ansi mikið fyrir peninginn. Vínið er frá svæðinu Cotes de Ventoux í Rhone. Það hefur mikla angan af kirsuberjum, rifsberjum og kryddjurtum.  Góð lengd í munni og fínt jafnvægi og mýkt.  Þolir það jafnvel að það sé borið fram örlítið kælt – en ekki kalt – á heitum sumardegi.  Mjög góð kaup.

1.780 krónur. 88/100

 

 

Deila.