Isole e Olena Chianti Classico 2005

Isole e Olena er eitt besta og athyglisverðasta vínhús Chianti. Eigandinn Paolo de Marchi eltir ekki tískusveiflur heldur leggur áherslu á að bæta vín sín jafnt og þétt og viðhalda hinum eðlilega stíl héraðsins. Þetta 2005 er líkaekki  eins yfirþroskað og sum önnur Toskana-vín þetta árið.

Þetta er fullvaxta Chianti Classico með góða lengd og þyngd. Nefið er þungt með dökku súkkulaði og kaffi, villt kirsuber og krydd. Þétt um sig í munni með fínleg tannín og heitan, kryddaðan ávöxt.

Nýtur sín best með bragðmiklum ítölskum mat.

2.595 krónur. 90/100

 

 

Deila.