Trivento Tribu Pinot Noir 2008

Það er eki oft sem maður rekst á Búrgundarþrúguna Pinot Noir frá Argentínu. Hér er hins vegar eitt slíkt vín frá ekrum Trivento í Mendoza.

Vínið einkennist af sætum, rauðum berjaávexti, hindberjum og jarðarberjum ásamt rifsberjum. Það má greina vanillu úr eikinni, yfirbragðið í munni er berjasæta, þægileg, mild og mjúk. 

Þetta er snoturt sumarvín sem mætti bera fram aðeins fyrir neðan stofuhita (16-18 gráður). Gott saumaklúbbavín.

1.498 krónur. 86/100

Deila.