Villa Novare Ripasso 2006

Þegar safinn er skilinn frá í lok Amarone-víngerjunarinnar er afganginum, þykkum sætum massa, blandað saman við ungt Valpolicella-vín og gerjunin kemst í gang á nýjan leik, Að því búnu er vínið látið þroskast á tunnum. Þessi aðferð er kölluð ripasso. Villa Novare Ripasso 2006 er Valpolicella Classico vín í þeim stíl frá hinum stórgóða framleiðanda Bertani.

Sætur og þykkur ilmur af rifsberjum og kirsuberjum en jafnframt vottur af vindlakassa og vanillu. Þykkt en engu að síður með nægri sýru til að halda því fersku og spræku. Kryddað með snert af lakkrís í munni.

2.990 krónur. 89/100

 

 

 

Deila.