Grilluð bleikja með kryddjurtum

Þessi bleikjuppskrift er afskaplega einföld og fljótgerð en engu að síður mjög góð og sumarleg.

Þetta þarf í uppskriftina:

  • Flök af Klaustursbleikju, eitt á mann
  • Dill, saxað
  • Steinselja, söxuð
  • Hvítvín
  • Límóna
  • Kartöflur, helst nýtt smælki
  • Sítrónupipar
  • Maldon-salt

Leggið flökin í álbakka og kryddið með sítrónupipar og örlitlu af Maldon-salti. Saltið varlega því það er einnig salt í sítrónupipars-blöndunni.

Saxið kryddjurtirnar og sáldrið dilli og steinselju yfir flökin. Hellið ca. 1. dl. af hvítvíni yfir. Ef þið eigið ekki hvítvín til að nota í þetta þá gerir það sama gagn að kreista safan úr hálfri límónu yfir.

Setjið álbakkann á grillið og lokið. Fiskurinn þarf ekki langan tíma í eldun. Kreistið safan úr hálfri límónu yfir fiskinn áður en þið berið hann fram.

Á meðan sjóðið þið kartöflurnar þar til þær eru orðnar ca 90% tilbúnar. Takið þær þá úr potturinn og skerið í tvennt eða fernt, allt eftir stærð þeirra. Hitið smjör á pönnu ásamt matskeið af ólívuolíu og steikið kartöflurnar. Undir lokin má salta þær með klípu af Maldon og bætið loks lúku af fínt söxuðu dilli út á pönnuna og blandið saman við kartöflurnar með sleif.

Berið fram ásamt stökku salati með vinaigrette.

Chardonnay úr Nýja heiminum passar vel við þennan bleikjurétt, t.d. Peter Lehmann Barossa Chardonnay.

 

 

 

Deila.