El Coto Blanco 2008

El Coto blanco 2008 er ungt og ferskt spænskt hvítvín úr Viura-þrúgunni. Í nefi eru það gul og græn epli sem ráða ferðinni ásamt ristuðum möndlum – jafnvel út í kransaköku. Þetta er ekki og á ekki að vera stórt vín heldur þægilegt sumarhitavín sem nýtur sín vel kælt.

Verðið spillir ekki fyrir. Góð kaup á 1.399 krónur.

 

 

 

Deila.