Blómkál og kartöflur að hætti Norður-Indverja

Þetta er bragðmikill réttur sem er tilvalið meðlæti með mörgum indverskum réttum.

  • 1 lítill blómkálshaus
  • 300 g kartöflur
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk, ristuð og mulin cummin-fræ.
  • 1 msk heil cummin-fræ
  • 1 tsk kóríander-krydd
  • 1 tsk túrmerik
  • 1/2 tsk cayennepipar
  • 1 grænn chili, fræhreinsaður og fínt saxaður
  • Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og látið kólna. Skerið niður í bita. Brytjið blómkálshausinn gróft niður.

Takið til kryddin. Gott er að safna þeim saman í einn lítinn bolla eða skál (að heilu cummin-fræunum undanskildum) áður en maður byrjar. Þar sem ristuð, mulin cummínfræ eru ekki að jafnaði til í íslenskum kryddskúffum þurfum við líka að útbúa þau. Setjið heil cumminfræ á pönnu án olíu og hitið þar þau byrja að dekkjast. Best er að gera nokkrar matskeiðar og geyma afganginn. Þegar þið hafið ristað fræin myljið þið þau í morteli.

Hitið olíu á pönnu og byrjið á því að setja heilu cummin-fræin út í. Bætið síðan strax við blómkálinu og steikið í nokkrar mínútur. Bætið þá við öllum kryddunum og saxaða chili-piparnum. Saltið og piprið. Blandið kryddunum vel saman við blómkálið og kartöflurnar. Lækkið hitann og haldið áfram að steikja í um fimm mínútur. Veltið kartöflunum og blómkálinu reglulega á pönnunni.

Deila.