Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 2008

Hér er það Cabernet Sauvignon úr Casillero del Diablo-línu Concha y Toro sem sýnir hvað Chile getur gefið mikið fyrir peninginn. Vínið er ungt en engu að síður virkilega aðgengilegt, ekki síst ef maður gefur því smá tíma til að opna sig.

Dökk sólberjaangan, púðursykur og kaffi, þétt með fínlegum tannínum, feitt og nokkuð eikað. Ansi mikið vín fyrir sinn verðflokk.

Fín kaup á 1.799 krónur og fær fjórðu stjörnuna fyrir verð/gæði.

 

Deila.