Springbok Frozen

Er þetta kokkteill eða er þetta eftirréttur? Það má nánast deila um það, en góður er hann.

4,5 cl Amarula Cream

3 cl De Kuyper Créme de Menthe

2 ísskeiðar af vanilluís

Blandið öllu saman við mulin klaka með töfrasprota eða varlega í matvinnsluvél. Hellið í fallegt glas, jafnvel vínglas. Stráið súkkulaði yfirog skreytið með myntulaufum.

Deila.