Vín vikunnar

Það hafa fimm ný vín bæst við í Víndómunum í vikunni. Riesling þrúgan er stundum kölluð drottning hvítvínanna og við kíktum á tvö slík. Annars vegar Arthur Metz Riesling 2007 sem er vín frá Alsace í Frakklandi og hins vegar Peter Lehmann Barossa Riesling 2008. Rauðvín frá Barossa kom líka við sögu, þroskaður og fullburða Shiraz sem heitir Grant Burge Barossa Vines Shiraz 2003, á þessu líka fína verði.

Frá Argentínu kom ódýrt og hressilegt hvítvín er heitir Criollo Torrontes-Chardonnay 2008 og frá Rioja á Spáni unaðslegt nautakjötsrauðvín úr Tempranillo-þrúgunni, Baron de Ley Reserva 2003.

Myndskreytingin að þessu sinni er frá Rioja á Spáni.

Smellið á nafn vínsins til að lesa nánar. Alla víndóma má svo skoða með því að smella hér.

Deila.