Lamothe-Vincent 2007

Það er kominn nýr árgangur af rauða Bordeaux-víninu Lamothe-Vincent en 2005 árganginum sem til skamms tíma var í sölu lýsti ég sem góðu kreppuvíni. 2005 var stór árgangur í Bordeaux. Árgangurinn 2007 var yfir meðallagi og stendur alveg í hárinu á hinum frægari árgangi að minnsta kosti hvað þetta vín varðar. Við erum ekki að tala um vín sem á að geyma í áratugi.

Chateau Lamothe-Vincent 2007 er þægilegur og vinalegur Bordeaux, ekki flókin heldur einfaldur og geðþekkur. Dökkur sólberja- og plómusafi ásamt eikinni  (sem í þessu tilviki þýðir kaffi og vanilla) í ilmkörfunni, tannínin töluverð en tiltölulega mjúk og með mat springur vínið út.

Með kjöti og rjómasósum og ostum.

2.290 krónur. Stendur enn undir nafni sem góður kreppu-Bordeaux.

 

 

 

 

 

 

Deila.