Alamos Cabernet Sauvignon 2007

Alamos er lína frá argentínska framleiðandanum Catena sem er aðeins ódýrari en þau vín sem seld eru undir nafninu Catena og Catena Zapata. Engu að síður yfirleitt frábær vín fyrir verð, enda Catena einn fremsti framleiðandi Argentínu.

Alamos Cabernet Sauvignon 2007 er ungt og sprækt rauðvín. Sólberjahlaup, púðursykur og slatti af kryddum í nefinu: vanilla, túrmerik og mynta. Ágengt og tannískt, sólberjahlaupið breytist í sólberjalíkjör í munni.

Þetta er vín sem þolir bragðmikinn mat, reynið með kröftugum pottréttum eða góðu kjöti.

1.897 krónur. Virkilega góð kaup og fær fjórðu stjörnuna fyrir verð/gæði.

 

Deila.