Óreganó-kjúklingur

Það eru óreganó og sítróna sem stjórna bragðinu í þessum bragðmikla, suður-evrópska kjúklingarétti. Lykilatriði er að elda hann lengi þannig að kartöflurnar sjúgi í sig safann og kryddbragðið.

1 kjúklingur, bútaður í 8-10 bita

50 g smjör

1 dl ólívuolía

1 pakki ferskt óreganó

1 sítróna

Salt og pipar

Skerið kartöflurnar í tvennt eða fernt eftir stærð (eða í þykkar skífur) og setjið í ofnfast fast ásamt kjúklingabitunum. Saltið og piprið.

Bræðið smjörið og blandið olíunni og safanum úr sítrónunni saman við. Það er einnig gott að setja örlítið af rifnum sítrónuberki með. Hellið yfir kjúklinginn og kartöflurnar. Saxið óreganólaufin og bætið þeim einnig við. Veltið kartöflunum og kjúklingunum vel saman við smjörblönduna og kryddjurtirnar.

Setjið álpappír yfir fatið og eldið í 90 mínútur í 200 gráða heitum ofni. Takið þá álpappírinn af og eldið í um 15 mínútur til viðbótar eða þar til kartöflur og kjúklingur hafa tekið á sig góðan lit.

Kröftugt rauðvín með. Tilvalin væru hið portúgalska Crasto eða A Mano frá Púglía á Suður-Ítalíu.

Deila.