Otard

Það eru ekki mörg vín fyr­ir­tæki, eða raun­ar fyr­ir­tæki yf­ir­höf­uð, sem geta stát­að af jafn stór­feng­leg­um höf­uð­stöðv­um og Ot­ardkon­íaks­fyr­ir­tæk­ið. Fyr­ir­tæk­ið er til húsa í hin­um sögu­fræga kast­ala Château de Cognac, eina kast­ala Cognac, og ár­lega heim­sækja fyr­ir­tæk­ið um 75 þús­und ferða­menn sem er meiri fjöldi en nokk­urt ann­að fyr­ir­tæki get­ur stát­að af.

Cognac Ot­ard var stofn­að ár­ið 1795 af Ot­ard bar­ón og er fyr­ir­tæk­ið því rösk­lega 200 ára gam­alt. Ot­ard þessi var af skosk­um og frönsk­um að­al­sætt­um en lengra aft­ur rakti hann ætt­ir sín­ar til Nor­egs og átti for­fað­ir hans, Ott­ard jarl, að hafa flú­ið land vegna yf­ir­gangs Har­alds kon­ungs hins hárfagra.

Af­kom­andi Ott­ards, Ot­ard bar­ón, var líkt og marg­ir aðr­ir að­als­menn hand­tek­inn með­an á frönsku bylt­ing­unni stóð og dæmd­ur til dauða. Það varð hon­um hins veg­ar til lífs að íbú­ar bæj­ar­ins Cognac komu og frelsuðu hann úr fang­elsi degi fyr­ir af­tök­una. Hann flúði að því búnu til Eng­lands en sneri aft­ur er ástand­ið fór að skána í Frakk­landi. Fjöl­skylda bar­óns­ins átti nokkr­ar birgð­ir af brenndu víni er höfðu ver­ið í geymslu frá 1760 og ákvað hann því að stofna vín­fyr­ir­tæki með vin­um sín­um úr Dupuyfjöl­skyld­unni og hét það Ot­ardDupuy.

Rekst­ur­inn gekk það vel að ár­ið 1796 gátu þeir fé­lag­ar fest kaup á Château de Cognac en sá kast­ali á sér merka sögu. Franço­is fyrsti Frakk­lands­kon­ung­ur fædd­ist í kast­al­an­um ár­ið 1494 og hann var í eigu frönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar allt til árs­ins 1789. Ot­ard var hins veg­ar ekki ein­ung­is með sögu húss­ins í huga er hann keypti það held­ur einnig þá stað­reynd að í kjöll­ur­um kast­al­ans eru kjörað­stæð­ur fyr­ir geymslu á kon­íaki. Ár­ið 1804 var hann kjör­inn borg­ar­stjóri Cognac og íbúð­ar­hús hans er nú ráð­hús borg­ar­inn­ar.

Síð­asti af­kom­andi Ot­ard, René Ot­ard, lést ár­ið 1934. Á tutt­ug­ustu öld­inni skipti fyr­ir­tæk­ið nokkrum sinn­um um eig­end­ur en var loks í byrj­un tí­unda ára­tug­ar­ins keypt af BacardiMart­inistór­fyr­ir­tæk­inu. Phil­ippe Jou­haud, út­flutn­ings­stjóri Ot­ard, seg­ir fyr­ir­tæk­ið leggja áherslu á efri gæða­flokka kon­íaks og séu 55% fram­leiðsl­unn­ar VSOP en 25% XO.

 

Deila.